Lífið

Hver eignast áfengið sem verður eftir í partýi?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það þekkja margir þetta vandamál.
Það þekkja margir þetta vandamál.
Hversdagsreglur er nýr sjónvarpsþáttur sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi en í þáttunum eru settar reglur um flókin álitaefni sem koma ítrekað upp í samskiptum fólks og ekki er alveg augljóst hvernig leysa skuli úr.

Eitt af því sem var tekið fyrir í þætti gærkvöldsins var hvað verður um áfengi sem gestir í partýi koma með en skilja eftir þegar partýið klárast.

Eignast gestgjafinn áfengið eða má hver gestur um sig koma og sækja sitt áfengi, og ef svo er, hve lengi þarf gestgjafinn að geyma áfengið?

Þetta mál var tekið fyrir af hinni leyndardómsfullu nefnd þáttarins í gærkvöldi og liggur fyrir skýr niðurstaða.

Ertu sammála niðurstöðunni? Taktu þátt í könnuninni hér fyrir neðan og segðu þína skoðun.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×