Handbolti

Afrekshópur úr Olís deildinni mætir Japönum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukamaðurinn Daníel Ingason er meðal leikmanna sem spreyta sig á móti Japan
Haukamaðurinn Daníel Ingason er meðal leikmanna sem spreyta sig á móti Japan vísir/anton
HSÍ hefur valið afrekshóp karla sem mun leika gegn Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í japanska landsliðinu þann 4. janúar.

Hópurinn er eingöngu skipaður leikmönnum úr Olís deild karla, en liðið er valið og þjálfað af íþróttastjóra HSÍ, Einari Guðmundssyni.

Leikurinn fer fram í Laugardalshöll fimmtudagskvöldið 4. janúar klukkan 19:30. Degi fyrr, miðvikudaginn 3. janúar, spilar A-landsliðið við japanska landsliðið í undirbúningi fyrir Evrópumótið í Króatíu sem hefst um miðjan mánuðinn.

Afrekshópurinn: 

Markverðir

Grétar Ari Guðjónsson ÍR

Viktor Gísli Hallgímsson FRAM

Vinstri hornamenn

Hákon Daði Styrmisson Haukar

Vignir Stefánsson Valur

Hægri hornamaður

Óðinn Þór Ríkharðsson FH

Línumenn

Ágúst Birgisson FH

Atli Ævar Ingólfsosn Selfoss

Hægri skyttur

Teitur Örn Einarsson Selfoss

Kristján Örn Kristjánsson Fjölnir

Arnar Birkir Hálfdánsson Fram

Vinstri skyttur

Daníel Ingason Haukar

Egill Magnússon Stjarnan

Ísak Rafnsson FH

Miðjumenn

Elvar Jónsson Selfoss

Gísli Þorgeir Kristjánsson FH

Aron Dagur Pálsson Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×