Innlent

Tannlækningar barna gjaldfrjálsar frá áramótum

Atli Ísleifsson skrifar
Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga.
Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga. Vísir/valli
Tannlækningar barna yngri en átján ára, sem skráð eru með heimilistannlækni, verða gjaldfrjálsar frá áramótum og að fullu greiddar af Sjúkratryggingum. Eini kostnaðurinn sem fellur á sjúklinga er 2.500 króna komugjald sem greitt er einu sinni á tólf mánaða fresti.

Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins. Þar segir að gjaldfrjálsar tannlækningar nái yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga.

Foreldrar/forráðamenn bera sjálfir ábyrgð á tímapöntun hjá tannlækni og skráningu í gegnum vefsíðu Sjúkratrygginga. Þá geta tannlæknar einnig klárað skráninguna þegar mætt er í bókaðan tíma.

Lista með nöfnum starfandi heimilistannlækna Opnast í nýjum glugga má nálgast á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Markmið samnings Sjúkratrygginga og Tannlæknafélags Íslands, sem tók gildi árið 2013, er að börn yngri en átján ára fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra. Þá standa vonir til að samningurinn leiði til þess að tannheilsa barna á Íslandi verði eins og best gerist á Norðurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×