Sport

Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar segir að næsta ár verði enn betra.
Aron Einar segir að næsta ár verði enn betra. vísir/hanna

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, óskar Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, nýkjörnum íþróttamanni ársins, og öðrum tilnefndum til hamingju með árangurinn. Hann segir það mikinn heiður að hafa náð þeim árangri að hafna í öðru sæti „úr þessum frábæra hópi íþróttamanna“.

Aron Einar hlaut 379 stig í kjörinu en aðeins munaði 43 stigum á honum og Ólafíu Þórunni sem fékk 422 stig. Svipaður mun var á efstu tveimur í fyrra þegar knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk 430 stig en sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir 390 stig. Gylfi Þór hafnaði í þriðja sæti í kjörinu í ár.

Ólafía er aðeins sjötta konan í sögunni til að hljóta sæmdarheitið íþróttamaður ársins og óskaði landsliðsfyrirliðinn henni til hamingju á Twitter í gær. Auk þess að eiga fulltrúa í öðru og þriðja sæti kjörsins var karlalandsliðið, sem tryggði sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, valið lið ársins þriðja árið í röð og fjórða skiptið á sex árum. 

Þá var Heimir Hallgrímsson kjörinn þjálfari ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.