Erlent

Eldurinn kviknaði út frá leik barns með eldavél

Samúel Karl Ólason skrifar
Tólf manns dóu í brunanum og á meðal hinna látnu eru fjögur börn. Eitt eins árs, eitt tveggja ára, eitt sjö ára og einn drengur en ekki er vitað hvað hann var gamall.
Tólf manns dóu í brunanum og á meðal hinna látnu eru fjögur börn. Eitt eins árs, eitt tveggja ára, eitt sjö ára og einn drengur en ekki er vitað hvað hann var gamall. Vísir/AFP
Mannskæðasti bruni New York borgar í aldarfjórðung varð þar sem þriggja ára barn var að leika sér með eldavél. Barnið mun hafa verið að leika sér á fyrstu hæð íbúðablokkar í Bronx-hverfinu í nótt og þegar móðir drengsins flúði íbúðina með hann og annað barn skildi hún hurðina fram á gang opna svo eldurinn átti greiða leið að stigagangi blokkarinnar. Eldurinn fór svo mjög hratt um húsið þar sem stigagangurinn „virkaði eins og reykháfur“.

Þetta eru niðurstöður rannsakenda sem voru kynntar í dag. Tólf manns dóu í brunanum og á meðal hinna látnu eru fjögur börn. Eitt eins árs, eitt tveggja ára, eitt sjö ára og einn drengur en ekki er vitað hvað hann var gamall.



Fjórir eru enn í lífshættu. Tveir hinna látnu fundust í baðkari sem hafði verið fyllt af vatni. Talið er að þau hafi flúið þangað til að reyna að forðast eldinn.

Sé árásin á tvíburaturnana undanskilin er þetta mannskæðasti bruni borgarinnar frá árinu 1990 þegar 87 manns dóu í bruna á skemmtistað í sama hverfi borgarinnar. Um 170 slökkviliðsmenn unnu við björgunar- og slökkvistörf á vettvangi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×