Innlent

Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ástráður Haraldsson verður héraðsdómari samþykki Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra tillögu dómnefndar.
Ástráður Haraldsson verður héraðsdómari samþykki Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra tillögu dómnefndar. vísir/anton brink

Dómnefnd hefur metið fimm karla og þrjár konur hæfust til að verða nýir dómarar við héraðsdóm. Meðal sex nýrra dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur er Ástráður Haraldsson. Kjarninn greindi fyrst frá.

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra í málinu, hefur óskað eftir frekari rökstuðningi nefndarinnar.

Þau átta sem dómnefndin mat hæfust eru:

Arnar Þór Jóns­son, lektor við laga­­deild Há­­skól­ans í Reykja­vík 
Ásgerður Ragn­ars­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur 
Ást­ráður Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur
Berg­þóra Ing­ólfs­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur
Daði Krist­jáns­son, sak­sókn­ari hjá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara
Helgi Sig­urðs­son hæsta­rétt­ar­lög­maður og fyrr­ver­andi yfir­lög­fræð­ingur Kaup­þings 
Ingiríður Lúð­víks­dótt­ir, settur hér­aðs­dóm­ari
Pétur Dam Leifs­son, dós­ent við laga­­deild Há­­skóla Íslands

Ásgerður Ragnarsdóttir verður nýr dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Bergþóra verður dómari við Héraðsdóm Vestfjarða og Pétur Dam mun sinna störfum við alla héraðsdóma en hafa starfsstöð í Reykjavík að því er segir á vef stjórnarráðsins.

Alls sótti 41 um stöðurnar átta sem lausar voru. Sjö stöður losnuðu eftir að sjö dómarar voru skipaðir dómarar við Landsrétt en hið nýja dómstig tekur til starfa um áramótin.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er settur dómsmálaráðherra í málinu en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vék sæti í málinu þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda. Guðlaugur hefur óskað eftir frekari rökstuðningi á niðurstöðu nefndarinnar. Það staðfestir aðstoðarmaður hans við RÚV.

Ástráður var einn umsækjenda um stöðu landsréttardómara sem metnir voru hæfastir af sérstakri nefnd um skipun landsréttardómara. Sigríður breytti þeirri tillögu í fjórum tilvikum.

Voru Ástráði dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur en skaðabótaskylda ríkisins var ekki viðurkennd þar sem hann sýndi ekki fram á fjárhagslegt tjón, t.d. með því að leggja fram skattframtöl.

Uppfært klukkan 16:55.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.