Íslenski boltinn

Bjerregaard áfram í KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjerregaard er hér í leik með KR gegn Víkingi.
Bjerregaard er hér í leik með KR gegn Víkingi. vísir/andri

Daninn Andre Bjerregaard framlengdi í dag samning sinn við KR. Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Bjerregaard spilaði í vesturbænum á síðasta tímabili og er nú samningsbundinn út árið 2019.

Hann kom við sögu í 10 leikjum í Pepsi deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim 4 mörk.

KR endaði í fjórða sæti Pepsi deildarinnar í haust og missti því af Evrópusæti þar sem Bikarmeistarar ÍBV voru ekki á meðal efstu liða í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.