Innlent

Búast við mengun á fyrsta degi ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Líklega verður nýársdagur fyrsti svifryksdagur ársins vegna flugeldamengunar og veðurskilyrða.
Líklega verður nýársdagur fyrsti svifryksdagur ársins vegna flugeldamengunar og veðurskilyrða. Vísir/Ernir
Búist er við því að svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum á fyrsta degi ársins vegna flugelda og veðurskilyrða. Heilbrigðissvið Reykjavíkur hvetur borgarbúa til að sýna aðgát, huga að börnum og gæludýrum og ganga rétt frá flugeldarusli. Líklega verður nýársdagur fyrsti svifryksdagur ársins vegna flugeldamengunar og veðurskilyrða.

Fólk með viðkvæm öndunarfæri, hjarta- og æðasjúkdóma og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir svifryki. Æskilegast er fyrir þennan hóp að vera innandyra þegar mest gengur á í kringum um miðnættið og loka gluggum. Ef svifryksmengun verður eins mikil og búist er við gæti heil­brigt fólk einnig fundið fyr­ir ert­ingu og óþægindum í öndunar­færum. Þetta kemur fram í tilkynningu.



Þar segir einnig að útlit sé fyrir hæga austanátt og kalt veður á miðnætti á gamlársdag og séu litlar líkur á úrkomu. Því sé auðvelt að spá töluverðri loftmengun.

Þá er bent á að gæta þurfi að börnum og gæludýrum vegna hávaða.

Sömuleiðis er bent á að mikilvægt sé að koma flugeldarusli á sinn stað áður en það brotni niður og verði að drullu.

Hreinsun borgarlandsins er kostnaðarsöm og eru borgarbúar því eindregið hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja og safna saman því mikla magni af flugeldaleifum sem fellur til eftir sprengingar áramótanna. Reykjavíkurborg vill minna borgarbúa og gesti á að taka flugeldaleifarnar með sér, ganga frá þeim daginn eftir og fara með til förgunar 2. janúar þegar endurvinnslustöðvar SORPU opna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×