Handbolti

Guðmundur vann stórsigur á Degi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
mynd/samsett

Lið þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Dags Sigurðssonar, Barein og Japan, áttust við í vináttulandsleik í dag.

Barein var miklu sterkari aðilinn og vann 15 marka sigur, 37-22. Staðan í hálfleik var 19-10, Barein í vil.

Bæði þessi lið spiluðu einnig vináttulandsleiki í gær. Barein tapaði þá fyrir Póllandi, 26-18, og Japan laut í lægra haldi fyrir Hvíta-Rússlandi, 31-27.

Guðmundur og Dagur eru báðir að undirbúa lið sín fyrir Asíuleikana í næsta mánuði. Barein er í riðli með Óman, Úsbekistan og Ástralíu á meðan Japan er í riðli með Íran og Írak.

Dagur og lærisveinar hans mæta íslenska landsliðinu í vináttulandsleik í Laugardalshöll 3. janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.