Fótbolti

Guðbjörg besti markvörðurinn á Norðurlöndunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg átti gott ár.
Guðbjörg átti gott ár. vísir/getty

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, er besti markvörður Norðurlandanna að mati vefsíðunnar Women´s Soccer Zone.

Guðbjörg átti gott tímabil með Djurgården og var tilnefnd sem markvörður ársins í Svíþjóð. Guðbjörg hélt hreinu í sex af 20 leikjum Djurgården sem endaði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Þeir leikmenn sem spiluðu í Noregi, Svíþjóð og Noregi á síðasta tímabili komu til greina í valinu.

Guðbjörg var í 11. sæti á listanum yfir bestu leikmenn þessara deilda og eini markvörðurinn á meðal 20 efstu.

Guðbjörg er jafnframt eini Íslendingurinn á listanum sem má sjá með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.