Handbolti

Guðjón Valur: þetta eru skemmtilegustu leikirnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í erfiðum riðli á EM í Króatíu sem hefst í næsta mánuði. Strákarnir okkar lentu í riðli með heimaliðinu, Serbíu og Svíþjóð.

Serbar mæta með laskað lið til leiks en lykilmenn eru frá vegna meiðsla.

„Það eru fjórir staðfestir en ég hef heyrt alveg upp í 6-7. Það breytir öllu hverjir verða þarna, þeir verða alveg örugglega með sjö inni á vellinum. Við sjáum til hverjir klæða sig í búning hjá þeim en mér er nokkuð sama hvernig þeirra lið lítur út,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í Sportpakkanum á Stöð 2.

Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Króatíu verði krefjandi.

„Þeir verða með hörkulið og ég hlakka mikið til að spila þarna. Það verða mikil læti. Þetta eru venjulega skemmtilegustu leikirnir og ástæðan fyrir því að maður er í þessu,“ sagði Guðjón Valur.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.