Handbolti

Íslensku strákarnir unnu Sparkassen Cup

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir áttu frábært mót.
Íslensku strákarnir áttu frábært mót. mynd/hsí

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann í kvöld Sparkassen Cup eftir eins marks sigur á Þýskalandi, 21-20, í úrslitaleik.

Þjóðverjar leiddu í hálfleik, 10-11, en íslenska liðið var sterkari á lokasprettinum og landaði sigrinum.

KA-maðurinn Dagur Gautason var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk.

Íslenska liðið vann alla fimm leiki sína á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá fagnaðarlæti íslensku strákanna eftir úrslitaleikinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.