Körfubolti

Harden með 48 stig í níunda sigri Rockets í röð

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Harden gat heldur betur leyft sér að brosa í nótt.
Harden gat heldur betur leyft sér að brosa í nótt. Vísir / Getty
James Harden átti sannkallaðan stórleik í 124-117 endurkomusigri Houston Rockets á Portland Trailblaizers síðustu nótt. Rockets hafa þar með unnið síðustu níu leiki sína.

Skoraði hann 48 stig og var frábær í fjórða leikhluta þegar að Rockets komu tilbaka eftir að hafa verið 14 stigum undir. Þá var skotnýtingin hans yfir 50 prósent en hann hitti úr 16 af 29 skotum sínum.

Harden hefur þar með skorað meira en 20 stig í 24 leikjum í röð og er hann einungis annar leikmaðurinn í sögu NBA- deildarinnar til að afreka slíkt.

Í liði Trailblaizers var Damian Lillard sem fyrr stigahæstur með 35 stig en hann jafnaði auk þess liðsmet með því að setja niður níu þrista.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að í Cleveland tryggði Lebron James liði Cavaliers sigur með frábærum leik.

Endaði hann leik með þrefalda tvennu; 30 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar.

Var þetta 58 þrefalda tvennan á ferli James og er hann þar með kominn í 7. sæti yfir þá sem hafa verið með flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar, einu sæti á eftir Celtics goðsögninni Larry Bird.



Öll úrslit næturinnar eru:

Portland Trailblazers - Houston Rockets: 117-124

Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers: 105-98

Memphis Grizzlies - Oklohoma Thunder: 101-102 (Framlenging)

Charlotte Hornets - L.A. Lakers: 99-110

Atlanta Hawks - Orlando Magic: 117-110

Chicaco Bulls - New York Knicks: 104-102

Milwauke Bucks - Utah Jazz: 117-100

Phoenix Suns - San Antonio Spurs: 104-101

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×