Fótbolti

Dortmund rak þjálfarann sinn

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Bosz þungur á brún.
Bosz þungur á brún.
Þýska úrvalsdeildarfélagið Borussia Dortmund hefur rekið Peter Bosz, knattspyrnustjóra liðsins, úr starfi eftir einungis 7 mánuði við stjórnvölinn.

Bosz tók við liðinu í sumar eftir að Dortmund borgaði Ajax fjórar milljónir evra til að losa hann undan samningi hjá hollenska liðinu.

Kornið sem fyllti mælinn hjá stjórn Dortmund var  2-1 tap liðsins gegn Werder Bremen á heimavelli í gær.

Félagið tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þá tilkynnti félagið einnig að Peter Soger, fyrrum þjálfari Köln, taki við stjórn liðsins út tímabilið.





Dortmund hefur valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið einn af seinustu þrettán leikjum í öllum keppnum. Liðið situr sem fastast í 7. sæti þýsku Bundesligunnar, 13 stigum á eftir toppliði Bayern München.

Þá féll Dortmund úr leik í meistradeildinni í vikunni með einungis tvö stig í sex leikjum. Komu stigin bæði gegn kýpverska liðinu Apoel Nicosia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×