Enski boltinn

Alan Shearer skorar á Mike Ashley að selja Newcastle

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Shearer fagnar einu af 206 mörkum sínum fyrir Newcastle.
Shearer fagnar einu af 206 mörkum sínum fyrir Newcastle. Vísir / Getty
Newcastle goðsögnin Alan Shearer hefur skorað á Mike Ashley, eiganda Newcastle að selja félagið áður en það verður of seint.

Áskorunin birtist á Twitter reikningi Shearer í gær eftir 3-2 tap Newcastle gegn Leicester.





Newcastle situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tapið og hefur liðið einungis unnið einn af seinustu ellefu deildarleikjum sínum.

Ashley liggur undir feldi og hugleiðir 250 milljón punda tilboð frá Amanda Stavely í félagið. Hefur hún gefið honum tveggja vikna frest til að taka ákvörðun.

Ashley er vægast sagt umdeildur á meðal stuðningsmanna Newcastle og hafa þeir m.a. sakað hann um að nýta félagið einungis í eigin gróðaskyni.

Shearer á félagsmetið í Newcastle yfir flest mörk skoruð, eða 206 mörk í 405 leikjum. Er hann í guðatölu hjá aðdáendum félagsins og var stytta reist honum til heiðurs fyrir utan völl félagsins í fyrra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×