Erlent

Þrír handteknir í Gautaborg grunaðir um árás á bænahús

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Brennandi hlutum var kastað í átt að byggingunni en eldurinn náði aldrei að bænahúsinu sjálfu.
Brennandi hlutum var kastað í átt að byggingunni en eldurinn náði aldrei að bænahúsinu sjálfu. Vísir/AFP
Lögreglan í Gautaborg handtók í morgun þrjá menn á þrítugsaldri sem grunaðir eru um tilraun til að kveikja í bænahúsi gyðinga í borginni í gærkvöldi. SVT greinir frá þessu.

Brennandi hlutum var kastað í átt að byggingunni en eldurinn náði aldrei að bænahúsinu sjálfu. Tuttugu ungmenni voru á fundi á meðan tilraunin var gerð og flúðu nokkur þeirra niður í kjallara hússins á meðan árásin átti sér stað. Engin slys urðu á fólki.

Ekki er gefið upp hvort fleiri hafi komið að árásinni að svo stöddu. Lögreglan stóð vörð um bænahúsið í nótt og mun gera áfram næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×