Körfubolti

Keflavík í undanúrslit eftir sigur á KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 14 stig í dag
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 14 stig í dag vísir/eyþór
Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur unnu öruggan tuttugu stiga sigur á 1. deildar liði KR í 8-liða úrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta í Keflavík í dag.

Jafnt var með liðunum til að byrja með og var staðan 24-24 eftir fyrsta leikhluta. Svo settu heimakonur í næsta gír og unnu annan leikhluta með nítján stigum og fóru með 60-41 forystu til leikhlés.

Áfram héldu heimakonur eftir leikhléið og juku forystu sína enn meir. KR-ingar náðu að klóra aðeins í bakkann í fjórða leikhluta, en það dugði ekki til og unnu Keflvíkingar að lokum 99-79.

Keflavík er því komið áfram í undanúrslit bikarsins.

Keflavík: Brittanny Dinkins 21 stig/5 fráköst/6 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 16 stig/3 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 14 stig/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 14 stig, Irena Sól Jónsdóttir 9 stig/4 fráköst/5 stoðsendingar, Elsa Albertsdóttir 6 stig/6 fráköst/2 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 5 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4 stig/6 fráksöt, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4 stig, Anna Ingunn Svansdóttir 2 stig/3 fráköst/2 stoðsendingar.

KR: Kristbjörg Pálsdóttir 19 stig/5 fráköst/2 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 17 stig/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 13 stig/6 fráköst/3 stoðsendingar, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 8 stig/7 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 7 stig/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 6 stig/3 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 4 stig/8 stoðsendingar, Gunnhildur Bára Atladóttir 3 stig/4 fráköst/3 stoðsendingar, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×