Handbolti

Sterkur sigur hjá Alfreð og hans mönnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Gíslason hefur þjálfað Kiel í nærri áratug
Alfreð Gíslason hefur þjálfað Kiel í nærri áratug Vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Guðmundssonar í Kiel unnu sterkan sigur á Flensburg í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag.

Gestirnir frá Kiel byrjuðu leikinn mun betur og komust í sex marka forystu snemma í fyrri hálfleik. Þeir komust mest í sjö marka forystu í hálfleiknum, en heimamenn náðu að laga stöðuna aðeins fyrir leikhlé og var staðan 16-19 að loknum fyrri hálfleiknum.

Það var jafnræði með liðunum mest af seinni hálfleiknum, munurinn í 3-4 mörkum. Kiel steig svo á bensíngjöfina undir lokin og fór að lokum með átta marka sigur, 27-35.

Niclas Ekberg var markahæstur í liði Kiel með átta mörk. Hjá Flensburg var Rasmus Lauge Schmidt atkvæðamestur með sjö.

Kiel er í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig eftir sextán leiki. Flensburg er í því þriðja með 25 stig. Topplið Fuchse Berlin er með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×