Körfubolti

Haukar í undanúrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukarnir fagna.
Haukarnir fagna. vísir/ernir
Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Maltbikars karla í körfubolta með sigri á Keflavík suður með sjó.

Heimamenn byrjuðu betur og voru með yfirhöndina framan af. Þeir komust mest í 10 stiga forystu í fyrsta leikhluta, en Haukar klóruðu í bakkann og var staðan 23-20 eftir fyrstu tíu mínúturunar.

Hægt og rólega tóku gestirnir yfir í öðrum leikhluta og fóru með fimm stiga forystu inn í leikhlé, 41-46.

Keflavíkurliðið var þó ekki tilbúið að gefa árar í bát og mættu af hörku inn í þriðja leikhlutann. Eftir mikla baráttu voru heimamenn yfir með einu stigi að honum loknum.

Haukar tóku aftur yfir leikinn í síðasta leikhlutanum og kláruðu leikinn með níu stiga sigri 74-83.

Keflavík: Guðmundur Jónsson 22 stig/7 fráköst, Stanley Robinson 17 stig/10 fráköst, Ágúst Orrason 13 stig, Reggie Dupree 8 stig/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7 stig, Magnús Már Traustason 3 stig/5 fráköst/4 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 2 stig/5 fráköst/3 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 2 stig.

Haukar: Finnur Atli Magnússon 25 stig/10 fráköst/2 stoðsendingar, Kári Jónsson 16 stig/6 fráköst/9 stoðsendingar, Emil Barja 16 stig/8 fráköst, Paul Jones 13 stig/12 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6 stig/4 fráköst, Haukur Óskarsson 3 stig, Kristján Leifur Sverrisson 2 stig/4 fráköst/2 stoðsendingar, Breki Gylfason 2 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×