Innlent

Slógust fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum útköllum í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum útköllum í dag. Vísir/Eyþór
Um eitt leytið í dag barst lögreglu tilkynning um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við málsaðila en til einhverra orðaskipta hafði komið á milli þeirra inni í versluninni með þeim afleiðingum að þeir fóru að slást.

Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tvisvar sinnum afskipti af einstaklingum vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi. Báðir voru fluttir á lögreglustöð til blóðsýna- og skýrslutöku og voru þeir báðir frjálsir ferða sinna að því loknu.

Börn í háskaleik

Um tvö leytið í dag var tilkynnt um nokkur ungmenni sem voru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Ísinn var ekki talinn traustur og lögreglan ræddi við ungmennin og gerði þeim grein fyrir hættunni sem getur stafað af þessu. Þá var tilkynnt um börn að leik á íshelli á Rauðavatni en ísinn reyndist traustur. Var ekki ástæða til frekari aðgerða en áréttað var fyrir fólki að fara varlega.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×