Erlent

Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu

Birgir Olgeirsson skrifar
Gripu yfirvöld til þess ráðs að boða til frekari rýmingar á svæðum en slökkviliðsmenn hafa átt í miklum erfiðleikum við að hefta eldana sökum Santa Ana-vindsins.
Gripu yfirvöld til þess ráðs að boða til frekari rýmingar á svæðum en slökkviliðsmenn hafa átt í miklum erfiðleikum við að hefta eldana sökum Santa Ana-vindsins. Vísir/Getty
Skógareldar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna ógna nú stórum borgum við strandlengjuna. Gripu yfirvöld til þess ráðs að boða til frekari rýmingar á svæðum en slökkviliðsmenn hafa átt í miklum erfiðleikum við að hefta eldana sökum Santa Ana-vindsins.

Yfirvöld fyrirskipuðu rýmingar á hluta af borgunum Carpinteria og Montecito fyrr í dag en þá nálguðust eldarnir borgina Santa Barbara sem er um 160 kílómetrum norðvestur af Los Angeles.

Um hundrað þúsund manns búa í Santa Barbara. Á meðal þeirra er leikarinn Rob Lowe sem sagðist biðja fyrir heimabæ sínum.

Slökkviliðsmenn í Carpinetria birtu fyrr í dag mynd af skógareldunum sem nálguðust heimili við Shepard Mesa Road.

Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð.

Eldarnir geisa víðs vegar á Kyrrahafsströndinni milli Los Angeles og Santa Barbara. Sömuleiðis eru skógareldar sunnar í ríkinu, ekki langt frá San Diego.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×