Erlent

Getur loksins skilið við konuna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Konurnar gengu í hjónaband árið 2015. Þetta eru ekki konurnar sem um ræðir, heldur kökuskraut.
Konurnar gengu í hjónaband árið 2015. Þetta eru ekki konurnar sem um ræðir, heldur kökuskraut. Vísir/Getty
Nú þegar samkynja pör í Ástralíu fagna því að geta loksins gengið í hjónaband hefur þarlend kona barist fyrir öðrum rétti - þeim að geta skilið.

Lögmenn konunnar fylltu út skilnaðarpappíra hennar í gær, daginn eftir að samkynja hjónabönd voru lögfest í landinu.

Konan hafði gengið að eiga maka sinn í sendiráði evrópuríkis í Ástralíu árið 2015.

Eftir að konurnar höfðu slitið sambandinu áttuðu þær sig á því að þær væru í „lögfræðilegu limbói,“ eins og lögmaður konunnar orðar það við breska ríkisútvarpið, því þær gátu hvorki skilið í Ástralíu né landinu sem hafði gefið þær saman.

„Þær voru fastar. [Skjólstæðingur minn] var kyrfilega bundin hinni manneskjunni og þær gátu ekkert gert í því,“ segir lögmaðurinn.

Hún segir konuna, sem ekki er nafngreind sökum lagalegra ástæðna, ekki hafa getað sótt um skilnað í ríkinu sem gaf þær saman vegna þess að hvorug þeirra var ríkisborgari þess lands.

Skjólstæðingur hennar hafi nú farið fram á skilnað og gera þær ekki ráð fyrir öðru en að hann muni ganga í gegn - nú þegar hjónabönd samkynja para hafa loksins við leyfð í Ástralíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×