Erlent

Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kjósendur í Venesúela athuga hér hvort þeir hafi kosningarétt áður en þeir héldu á kjörstað.
Kjósendur í Venesúela athuga hér hvort þeir hafi kosningarétt áður en þeir héldu á kjörstað. Vísir/AFP
Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári.

Hann segir að aðeins þeir flokkar sem þátt tóku í borgarstjórnarkosningum í landinu í gær fái að taka þátt í forsetakosningunum en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að hundsa þær kosningar í mótmælaskyni við stjórnarhætti Maduros.

Í ræðu sinni í gær sagði Maduro að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu „horfið af hinu pólitíska sviði.“

Sjá einnig: Sjálf­skapar­víti Venesúela: Sósíalíska drauma­ríkið sem koll­varpaðist í mar­tröð

„Flokkur sem tók ekki þátt í dag [sunnudag] og hefur kallað eftir sniðgöngu getur ekki tekið þátt í kosningum framvegis,“ sagði Maduro.

Þrír stærstu stjórnarandstöðuflokkar landsins kölluðu eftir því í október síðastliðnum að kosningar gærdagsins yrðu sniðgengnar þar sem þær væru einungis til þess fallnar að styrkja stöðu Maduro sem einræðisherra.

Búist er við því að Sósíalistaflokkur Maduros beri sigur úr býtum í borgarstjórnakosningunum þrátt fyrir vernsnandi efnahagsástand sem lýsir sér í matvælaskorti og óðaverðbólgu. Forsetinn segir sjálfur að flokkur hans hafi hlotið 300 sæti af þeim 335 sem bitist var um. Ætlað er að kjörsókn hafi verið um 47 prósent.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×