Körfubolti

Boston aftur á sigurbraut | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kyrie Irving var að venju atkvæðamikill hjá Boston.
Kyrie Irving var að venju atkvæðamikill hjá Boston. vísir/getty
Boston Celtics komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 81-91, í nótt.

Al Horford stóð upp úr í liði Boston með 18 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 16 stig. Tobias Harris var stigahæstur í liði Detroit með 19 stig. Detroit hefur tapað sex leikjum í röð.

Það var mikið skorað þegar New Orleans Pelicans bar sigurorð af Philadelphia 76ers, 131-124.

Jrue Holiday skoraði 34 stig fyrir New Orleans og Anthony Davis 29 stig. Rajon Rando skoraði 13 stig og gaf 18 stoðsendingar. JJ Redick skoraði 28 stig fyrir Philadelphia sem hefur tapað fjórum leikjum í röð.

Indiana Pacers vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Denver Nuggets, 126-116, eftir framlengingu.

Victor Oladipo átti stórleik fyrir Indiana og skoraði 47 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 24 stig og tók átta fráköst. Trey Lyles var með 25 stig í liði Denver.

Úrslitin í nótt:

Detroit 81-91 Boston

New Orleans 131-124 Philadelphia

Indiana 126-116 Denver

Sacramento 87-102 Toronto

Minnesota 97-92 Dallas

NY Knicks 111-107 Atlanta

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×