Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr Manchester-slagnum og uppgjör helgarinnar | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fernandinho og Nicolás Otamendi fagna marki þess síðarnefnda í Manchester-slagnum.
Fernandinho og Nicolás Otamendi fagna marki þess síðarnefnda í Manchester-slagnum. vísir/getty
Manchester City náði 11 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Manchester United, 1-2, í grannaslag á Old Trafford í gær.

Nicolás Otamendi skoraði sigurmark City sem hefur unnið 14 deildarleiki í röð.

Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst Liverpool ekki að vinna Everton í Merseyside-slagnum á Anfield. Lokatölur 1-1. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton.

Olivier Giroud sá til þess að Arsenal fékk stig gegn Southampton á velli Heilagrar Maríu í hádeginu. Lokatölur 1-1.

Mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér að neðan. Þar má einnig sjá uppgjörsmyndbönd frá 16. umferðinni.

Man Utd 1-2 Man City
Liverpool 1-1 Everton
Southampton 1-1 Arsenal
Sunnudagsuppgjör
Uppgjör umferðarinnar
Augnablik umferðarinnar
Markvörslur umferðarinnar
Mörk umferðarinnar

Tengdar fréttir

Liverpool missti unnin leik niður í jafntefli

Grannaliðin Liverpool og Everton skildu jöfn, 1-1, á Anfield í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikmenn Liverpool geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki gert útum leikinn í fyrri hálfleik.

Hægt að spila eins og Barcelona í enska boltanum

Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru komnir með ellefu stiga forystu í toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á nágrönnum sínum í United í toppslagnum á Old Trafford í gær . City vann sinn fjórtánda deildarleik í röð og jafnaði met Arsenal frá 2002. Ekki fyrsta liðið undir stjórn Guaridola sem stingur af.

Klopp vildi sjá Gylfa fá rautt spjald

Jurgen Klopp var að vonum ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool við Everton í slagnum um Bítlaborgina í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Manchester er blá

Manchester City er komið með 11 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 sigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í loka leik 16. umferðar.

Giroud bjargaði stigi fyrir Arsenal

Varamaðurinn Oliver Giroud var hetja Arsenal í dag þegar hann jafnaði metin gegn Southampton á lokamínútum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×