Erlent

Mikil snjókoma gerir íbúum í norðurhluta Evrópu erfitt fyrir

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd af bíl sem fór út af veginum í Derbyskíri í Bretlandi í gær.
Mynd af bíl sem fór út af veginum í Derbyskíri í Bretlandi í gær. Vísir/AFP
Snjó hefur kyngt niður í norðurhluta Evrópu síðustu daga og hefur þar víða valdið íbúum vandræðum. Ástandið hefur verið einna verst í Bretlandi og Þýskalandi, en snjórinn hefur víðs vegar truflað umferð.

Hálka hefur verið á götum þar sem lögregla og björgunarsveitir hafa haft fullt í fangi við að aðstoða ökumenn. Þannig voru um hundrað umferðaróhöpp skráð á fjórum klukkutímum í nótt í þýsku borginni Leipzig í austurhluta landsins. Frankfurter Allgemeine segir frá þessu.

Í borginni Heilbronn, norður af Stuttgart, skráði lögregla um sjötíu óhöpp í umferðinni, flest tengd aðstæðum á vegum sem rekja ná til snjókomunnar. Ekki hefur verið mikið um alvarleg meiðsl á fólki þar sem umferðarhraðinn hefur ekki verið ýkja mikill vegna aðstæðna.

Mörg hundruð skólar verða lokaðir í Bretlandi og Wales í dag vegna snjóveðursins og rafmagnsleysi hefur víða gert vart við sig. Á flugvellinum Heathrow í London er búið að aflýsa tugum fluga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×