Enski boltinn

Shearer: Klopp ætti að kenna sjálfum sér um

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alan Shearer lét Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, heyra það í Match of the Day á BBC í gær.

Klopp var öskuillur eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Everton í gær. Þjóðverjinn kvartaði yfir varnarsinnuðum leikstíl Everton og yfir vítaspyrnunni sem Wayne Rooney skoraði jöfnunarmark Everton úr. Klopp lenti einnig í orðaskaki við fréttamann Sky Sports eftir leik.

Shearer gaf lítið fyrir þessar umkvartanir Klopps og sagði að hann ætti að líta sér nær.

„Þetta er þvæla. Það vissu allir hvernig Everton myndi spila. Þeirra leikáætlun var að liggja aftarlega og verjast. Verkefni Liverpool var að finna lausnir við varnarleiknum en þeir fundu þær ekki,“ sagði Shearer sem gagnrýndi Klopp fyrir liðsval sitt en Brasilíumennirnir Philippe Coutinho og Roberto Firmino byrjuðu báðir á bekknum.

Shearer sagði að Klopp og lærisveinar hans geti sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið grannaslaginn.

„Í staðinn fyrir að kenna dómaranum um kenndu sjálfum þér og heimskulegum varnarleik um,“ sagði Shearer.


Tengdar fréttir

Klopp vildi sjá Gylfa fá rautt spjald

Jurgen Klopp var að vonum ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool við Everton í slagnum um Bítlaborgina í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×