Fótbolti

Ingibjörg samdi við Djurgården

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir í vináttuleik gegn Brasilíu á Laugardalsvelli í sumar.
Ingibjörg Sigurðardóttir í vináttuleik gegn Brasilíu á Laugardalsvelli í sumar. vísir/anton
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården.

Hún samdi til tveggja ára, en Ingibjörg kemur frá Breiðabliki. Hún hefur spilað með Blikum frá 14 ára aldri, eða frá árinu 2012, og spilað 123 meistaraflokksleiki.

Miðvörðurinn stimplaði sig inn í landslið Íslands á árinu og spilaði stórt hlutverk með liðinu á Evrópumeistarmótinu í Hollandi í sumar.

Hún hittir fyrir landsliðsmarkvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur hjá Djurgården, en Hallbera Guðný Gísladóttir spilaði einnig fyrir félagið á síðasta tímabili. Hallbera er hins vegar komin aftur heim og verður því ekki liðsfélagi Ingibjargar næsta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×