Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið rannsakar ólætin á Old Trafford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Silva skoraði annað marka City í leiknum
David Silva skoraði annað marka City í leiknum
Enska knattspyrnusambandið hefur beðið bæði Manchester-liðin um skýrslur þeirra vegna atburða sem áttu sér stað í göngunum á Old Trafford eftir leik liðanna í gær.

Ólæti brutust út eftir sigur City á heimavelli nágrannana þar sem mjólk var hent á Jose Mourinho og aðstoðarþjálfari City, Mikel Arteta, særðist á höfði svo blæddi úr.

Leikmenn og starfsfólk City-liðsins á að hafa fagnað gríðarlega í göngunum, svo mikið að starfsfólk United undraðist á látunum.

Dómari leiksins, Michael Oliver, skráði atvikið ekki í skýrslu sinni og því mun knattspyrnusambandið hefja rannsókn á atvikinu.

Félögin hafa til 13. desember að svara knattspyrnusambandinu.



 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×