Erlent

Einn handtekinn eftir sprengingu nærri Times Square

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Griðarlegur fjöldi farþega fer um samgöngumiðstöðina á degi hverjum.
Griðarlegur fjöldi farþega fer um samgöngumiðstöðina á degi hverjum. Vísir/Getty
Einn hefur verið handtekinn eftir að sprengja sprakk í samgöngumiðstöð í grennd við Times Square í New York fyrir stundu.

Fréttastofa NBC í New Yorkhefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að útlit sé fyrir að sá eini sem hafi slasast í sprengingunni hafi verið maðurinn sem var handtekinn.

Fjölmargir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en tilkynning um sprengjuna barst laust eftir klukkan sjö að staðartíma. Lestir sem ganga um stöðina voru rýmdar og búast má við miklum töfum á umferð í grennd við vettvang sprengjunnar, sem og töfum á lestarferðum og rútuferðum.

Tildrög sprengingarinnar liggja ekki fyrir en í frétt ABC News segir að mögulegt sé að rörasprengja hafi verið sprengd inn í samgöngumiðstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×