Lífið

Stjörnurnar sýna tárvotum þolanda eineltis stuðning: „Hvers vegna leggja þau í einelti?“

Birgir Olgeirsson skrifar
Keaton Jones.
Keaton Jones. Twitter.
Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli undanfarna daga og myndband sem móðir birti af ungum syni sínum síðastliðinn föstudag sem hefur verið lagður í hrottalegt einelti.

Drengurinn heitir Keaton Jones en þar má sjá hann segja frá því sem hann hefur orðið fyrir og getur með engu móti haldið aftur af tárunum.

Keaton, sem býr í Tennessee í Bandaríkjunum, hafði beðið móður sína um að sækja sig í skólann því hann var of hræddur við að fara í mötuneytið.

Hann bað móður sína um að taka myndbandið upp þar sem hann sagði samnemendur hans hafa kallað hann ljótan, gerðu grín að nefi hans og sögðu við hann að hann ætti enga vini. Hann sagði nemendur hafa helt mjólk yfir hann og troðið skinku inn á hann.

„Bara fyrir forvitnisakir, hvers vegna leggja þau í einelti? Hver er tilgangurinn með því? Af hverju upplifa þau gleði við að vera að vera vond við saklausar manneskjur? Það er ekki í lagi!,“ segir Keaton í myndbandinu.

Tuttugu og tvær milljónir hafa horft á myndbandið þegar þetta er ritað og hafa honum borist þúsundir stuðningsyfirlýsinga.

Þar á meðal frá leikaranum Chris Evans, sem fer með hlutverk Captain America í Avengers-myndunum, sem sagði drengnum að láta þetta mótlæti ekki móta hann. „Ég lofa að þetta mun skána,“ skrifaði Evans á Twitter. Hann ákvað að bjóða honum á forsýningu á þriðju Avengers-myndinni í Los Angeles á næsta ári. 

Mark Ruffalo, sem fer með hlutverk Hulk í Avengers-myndunum, spurði drenginn hvort að hann mætti ekki mæta með honum og Chris Evans á frumsýninguna. „Gleymdu þessum fávísu krökku. Einn daginn, fyrr en síðar, munu þau átta sig á því hvað þau voru heimsk.“

Stjörnustríðsleikarinn Mark Hamill biður drenginn um að hætta að eyða orku í að hugsa um hvað knýr eineltishrotta áfram. „Þetta eru sorglegar manneskjur sem halda að með því að veita öðrum sársauka muni þeim líða betur því þeim líkar í raun ekki við sig.“

Leikarinn Terry Crews segir myndbandið vera áhrifaríkt og umfram allt, rétt. „Einelti er ekki í lagi.“

Donald Trump yngri bauð fjölskyldu Keaton í Hvíta húsið. 

Forseti UFC, Dana White, bauð honum í kynnisferð um höfuðstöðvar UFC í Las Vegas

Þá hafa Justin BieberKaty PerrySnoop Dogg og Victoria Beckham sýnt drengnum stuðning á samfélagsmiðlum.

You got a friend in me Lil bro! Hit me on dm and we can chat!!! Love you buddy!!

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

This broke my today. Please be kind to one another. #standwithkeaton

A post shared by KATY PERRY (@katyperry) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×