Erlent

Keith Chegwin er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Margir muna eftir Chegwin úr þáttunum Extras.
Margir muna eftir Chegwin úr þáttunum Extras. Vísir/Getty
Breski leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Keith Chegwin er látinn, sextugur að aldri. Chegwin lést aðfaranótt mánudagsins eftir langa glímu við lungnasjúkdóm. BBC greinir frá.

Chegwin var þekktur fyrir að hafa verið þáttastjórnandi barnaþáttanna Cheggers Plays Pop og Swap Shop. Þá fór hann einnig með hlutverk í þætti Ricky Gervais, Extras, og Life’s Too Short, þætti Warwick Davis.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans kemur fram að hann hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar – eiginkonunnar Maríu, dótturinni Rose og syninum Ted.

Að neðan má sjá innslag með Chegwin um þættina Extras og svo innslag úr þáttunum Never Mind the Buzzcocks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×