Enski boltinn

Conte setur úrvalsdeildina í forgang

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/Getty

Antonio Conte beinir sjónum sínum að því að ná einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Chelsea dróst gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Okkar forgangur verður að vera á deildinni, að reyna að halda okkur uppi og berjast um Meistaradeildarsæti,“ sagði Conte á blaðamannafundi stuttu eftir að drátturinn var kunngjörður.

„Þetta verður að vera forgangurinn í augnablikinu. Svo þegar kemur að því að spila við Barcelona þá munum við byrja að hugsa um þann leik.“

Chelsea mætir Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Conte sagði eftir tapið gegn West Ham um helgina að það yrði ómögulegt fyrir Chelsea að ná að verja Englandsmeistaratitilinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.