Innlent

Halldóra Mogensen stýrir velferðarnefnd

Samúel Karl Ólason skrifar
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, verður formaður velferðarnefndar Alþingis fyrri helming kjörtímabilsins. Seinni helming kjörtímabilsins mun þingmaður Samfylkingar stýra nefndinni en þá taka Píratar við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í tilkynningu frá Pírötum segir að um sé að ræða samkomulag Pírata og Samfylkingar sem hafa ákveðið að skipta á milli sín formennsku í nefndunum tveimur á kjörtímabilinu.

Halldóra sat í velferðarnefnd á síðasta kjörtímabili, eftir alþingiskosningarnar í fyrra. Þá átti hún einnig sæti í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins og Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.

Hún tók fyrst sæti á Alþingi árið 2014 sem varaþingmaður Helga Hrafns Gunnarssonar. Halldóra hefur einnig setið í framkvæmdaráði Pírata og tók þátt í stofnun flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×