Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir, nýskipaður heilbrigðisráðherra, en rætt verður við hana í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við einnig um sjókvíaeldi en á annan tug umsókna um starfsleyfi eru í vinnslu hjá Umhverfisstofnun og alls hefur stofnunin gefið út áttatíu og átta leyfi til fiskeldis á landinu. Og við kíkjum í Góða hirðinn en þangað berast um tíu tonn af munum á hverjum degi og vikulega er hent um tuttugu til þrjátíu tonnum af hlutum sem ekki er hægt að selja.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×