Enski boltinn

Salah valinn bestur í Afríku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Mohamed Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og egypska landsliðsins, var valinn leikmaður ársins í Afríku hjá BBC.

Salah hafði betur í baráttu við Pierre-Emerick Aubameyang, Victor Moses, Naby Keïta og Sadio Mané. Sá síðastnefndi er samherji Salahs hjá Liverpool og Keïta gengur í raðir liðsins næsta sumar.

Salah hefur byrjað frábærlega með Liverpool og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 13 mörk. Fyrri hluta árs spilaði Egyptinn vel með Roma í ítölsku úrvalsdeildinni.

Salah átti einnig gott ár með egypska landsliðinu sem lenti í 2. sæti í Afríkukeppninni og tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn síðan 1990. Hann skoraði markið sem tryggði Egyptum farseðilinn til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×