Enski boltinn

Van Gaal: United spilar leiðinlegan fótbolta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho og Louis van Gaal þekkjast vel.
José Mourinho og Louis van Gaal þekkjast vel. vísir/getty
Louis van Gaal, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið spili leiðinlegan fótbolta undir stjórn José Mourinho, eftirmanns síns.

Van Gaal stýrði United í tvö ár og gerði liðið að bikarmeisturum 2016. Bikarúrslitaleikurinn gegn Crystal Palace reyndist hins vegar síðasti leikur hans við stjórnvölinn hjá United.

„Ég myndi segja að mitt besta ár hafi verið hjá United, miðað við aðstæðurnar hjá félaginu. Við spiluðum ágætis fótbolta sem er ekki vel metinn á Englandi,“ sagði Van Gaal í samtali við Mirror.

Hollendingurinn var sakaður um of varfærinn leikstíl og því þykir mörgum gagnrýni hans á Mourinho koma úr hörðustu átt.

„Mourinho spilar miklu leiðinlegri fótbolta en hann fær ekki gagnrýni fyrir það. United spilar varnarsinnaðan fótbolta. Liðið spilaði alltaf sóknarbolta hjá mér. Til sönnunar um það pökkuðu andstæðingarnir alltaf í vörn gegn okkur. Þeir gera það ekki lengur því Mourinho er svo varnarsinnaður,“ sagði Van Gaal.

Mourinho var aðstoðarmaður Van Gaals hjá Barcelona undir lok síðustu aldar og þeir þekkjast því vel. Í viðtalinu við Mirror segist Van Gaal ekki bera neinn kala til Mourinhos. Hann er hins vegar afar ósáttur við Ed Woodward, stjórnarformann United, og hvernig staðið var að brottrekstri hans vorið 2016.


Tengdar fréttir

Herrera: City skapaði ekki mikið

Ander Herrera sagði það ótrúlegt að Michael Oliver hafi ekki dæmt vítaspyrnu er hann féll í teignum í stórleik Manchester-liðanna um helgina.

Hægt að spila eins og Barcelona í enska boltanum

Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru komnir með ellefu stiga forystu í toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á nágrönnum sínum í United í toppslagnum á Old Trafford í gær . City vann sinn fjórtánda deildarleik í röð og jafnaði met Arsenal frá 2002. Ekki fyrsta liðið undir stjórn Guaridola sem stingur af.

Manchester er blá | Sjáðu mörkin

Manchester City er komið með 11 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 sigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í loka leik 16. umferðar.

Allar stóru dómaraákvarðanir stórleikjanna réttar

Dermot Gallagher er sérstakur dómarasérfræðingur Sky Sports og fer hann yfir helstu atriði hverrar umferðar. Hann var sammála öllum stóru dómunum sem féllu í stóru grannaslögum gærdagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×