Íslenski boltinn

Metnaðarfullur Magni kynnir þrjá nýja leikmenn með mögnuðu myndbandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davíð Rúnar Bjarnason, Gunnar Örvar Stefánsson og Sigurður Marinó Kristjánsson, nýir leikmenn Magna.
Davíð Rúnar Bjarnason, Gunnar Örvar Stefánsson og Sigurður Marinó Kristjánsson, nýir leikmenn Magna.

Magni Grenivík fer ótroðnar slóðir kemur að því að kynna nýja leikmenn félagsins til leiks.

Magnamenn, sem eru nýliðar í Inkasso-deildinni, hafa samið við þrjá sterka leikmenn; Gunnar Örvar Stefánsson, Sigurð Marinó Kristjánsson og Davíð Rúnar Bjarnason.

Magni kynnti þá til leiks með afar metnaðarfullu og flottu myndbandi sem má sjá hér að neðan.

Gunnar Örvar og Sigurður Marinó koma báðir til Magna frá Þór.  

Gunnar Örvar varð markakóngur Inkasso-deildarinnar 2016. Hann skoraði alls 25 mörk í 64 deildarleikjum fyrir Þór.

Sigurður Marinó hefur leikið með Þór allan sinn feril. Hann spilaði 20 leiki í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Sigurður er þekktastur fyrir þrennu sem hann skoraði í Evrópuleik gegn Bohemian frá Írlandi 2012.

Davíð Rúnar kemur til Magna frá KA sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Davíð Rúnar var fyrirliði KA þegar liðið vann Inkasso-deildina 2016. Á síðasta tímabili spilaði hann níu leiki í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark. Davíð Rúnar á að baki yfir 150 deildar- og bikarleiki með KA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.