Erlent

Sprengjumaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverkabrot

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu eftir að sprengjan sprakk í neðanjarðarlestarstöð í gær.
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu eftir að sprengjan sprakk í neðanjarðarlestarstöð í gær. Vísir/AFP
Saksóknarar í New York hafa ákært  Akayed Ullah, 27 ára gamlan mann frá Bangladess,  sem reyndi að sprengja rörsprengju í neðanjarðarlestarstöð í miðborginni í gær. Ullah er sagður alvarlega særður eftir að heimagerð sprengjan sprakk á honum.

Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir brot á vopnalögum, stuðning við hryðjuverkastarfsemi og hryðjuverkahótanri. Ullah hefur sagt yfirvöldum loftárásir Bandaríkjamanna á sveitir Ríkis íslams í Sýrlandi hafi verið tilefni tilraunar hans til að fremja sprengjuárás, að sögn New York Times.

Ullah flutti til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni árið 2011 og hefur haft varanlegt landvistarleyfi þar. Stjórnvöld í Bangladess segja að hann sé ekki á sakaskrá þar. Lögreglan í New York er nú að taka skýrslur af eiginkonu hans og fjölskyldu til að reyna varpa ljósi á hvernig hann hneigðist að öfgahyggju, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Þrír borgarbúar slösuðust lítillega þegar sprengjan sprakk á háannatíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×