Viðskipti innlent

Deilum Stapa og Kára um 24 milljónir ekki lokið

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs.
Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Vísir
Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi úr héraði um að hann þurfi að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Kára Arnóri Kárasyni, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok. Þetta kemur fram á heimasíðu Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir þar.

Sjá einnig: Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa

Kári sagði upp störfum í fyrravor eftir að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Hann var fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna.

Vildi Kári meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við launagreiðslur við starfslok.

Líklegt þykir að málið verði tekið fyrir á nýju ári, en þá mun Landsréttur hafa tekið til starfa. Það verður því að koma í ljós hvort málið verði sent til Landsréttar, nýs millidómstigs, eða Hæstaréttar.


Tengdar fréttir

Hætti vegna Panamaskjala en vill laun

Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans.

Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa

Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×