Innlent

Þýfið eftir jólatónleikastuld fundið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tveir menn grunaðir um þjófnaðinn voru handteknir skömmu eftir að tilkynning um hann barst.
Tveir menn grunaðir um þjófnaðinn voru handteknir skömmu eftir að tilkynning um hann barst. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Vestfjörðum hefur fundið nær alla þá hluti sem saknað var eftir að þjófar létu greipar sópa í anddyri Ísafjarðarkirkju á jólatónleikum í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi. Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um þjófnaðinn.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eigendum hafi tilkynnt um fundinn en lögregla rannsakar nú þjófnaðinn. Fyrr í dag var greint frá því að þjófar hefðu látið til skarar skríða í anddyri kirkjunnar á meðan Hera Björk, Jógvan Hansen og Halldór Smárason skemmtu tónleikagestum á jólatónleikum í kirkjunni.

Var verðmætum stolið úr yfirhöfnum en um var að ræða lykla, greiðslukort, ökuskírteini og peningaseðla svo dæmi séu tekin. Tilkynning um þjófnaðinn barst um klukkan 22 í gærkvöldi en um tuttugu mínútum síðar hafi lögregla handtekið tvö menn í miðbæ Ísafjarðar í tengslum við rannsókn málsins. Eru þeir grunaðir um þjófnaðinn og verða þeir í haldi er lögregla rannsakar málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×