Sport

Sex Rússar í viðbót í lífstíðarbann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rússneska liðið í Sotsjí. Margar þeirra voru á sterum.
Rússneska liðið í Sotsjí. Margar þeirra voru á sterum. vísir/getty
Alþjóða ólympíusambandið heldur áfram að refsa rússneskum íþróttamönnum og sex vetraríþróttamenn fengu lífstíðarbann í dag.

Inna Dyubanok, Ekaterina Lebedeva, Yekaterina Pashkevich, Anna Shibanova, Yekaterina Smolentseva og Galina Skiba voru allar í rússneska íshokkílandsliðinu sem komst í átta liða úrslit á ÓL í Sotsjí fyrir þrem árum síðan en fá ekki að taka aftur þátt.

Nú er alls búið að dæma 31 rússneskan íþróttamann í bann síðan byrjað var að skoða skipulagt lyfjasvindl Rússa á leikunum í Sotsjí. Ekki er útilokað að enn fleiri Rússar fái bann á næstu misserum.

Rússar fá ekki að taka þátt á Vetrarólympíuleikunum í febrúar en allt að 200 rússneskir íþróttamenn gætu fengið að vera með sem hlutlausir íþróttamenn. Þeir þurfa þá að sýna fram á að hafa ekki komið nálægt ólöglegum lyfjum eða fólki sem er að sýsla með slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×