Sport

Stærsta fimleikastjarna Bandaríkjanna reyndi fyrir sér sem klappstýra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Biles á hliðarlínunni um síðustu helgi.
Biles á hliðarlínunni um síðustu helgi. vísir/getty

Simone Biles vann til ferna gullverðlauna á síðustu Ólympíuleikum og var ein af stærstu stjörnum leikanna í Ríó.

Það er langt í næstu leika og Biles hefur verið dugleg að gera ýmislegt til þess að drepa tímann.

Hún kom þó líklega mörgum á óvart er hún skellti sér í klappstýrubúninginn um síðustu helgi. Hún fékk þá að vera heiðursklappstýra hjá Houston Texans.

Hún rúllaði þessu hlutverki upp eins og hennar var von og vísa. Biles er frá Houston og var afar spennt fyrir því að fá prófa klappstýruhlutverkið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.