Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikilvægt er að bæta réttindi þeirra sem missa náinn ástvin enda eru tekjur þessa fólks algjörlega undir velvilja atvinnurekenda komnar. Þetta segir Jóna Dóra Karlsdóttir, sem missti tvo syni í hörmulegum bruna og kom að stofnun sorgarsamtakanna Nýrrar dögunar fyrir þrjátíu árum.

Hulda Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, segir sorgarmiðstöð nauðsynlega. Rætt verður við þær í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar tölum við einnig við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, en hann er nú staddur á leiðtogafundi um loftlagsmál í París og kveðst hafa áhyggjur af stefnu Íslands í umhverfismálum.

Loks verðum við í beinni frá undirbúningi Jólagesta Björgvins í Hörpu, en jólatónleikar hafa aldrei verið fleiri en í ár. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×