Innlent

Viðræður í dag báru engan árangur

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Flugvirkjar á fundi hjá Ríkissáttasemjara í gær
Flugvirkjar á fundi hjá Ríkissáttasemjara í gær Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Samningsaðilar í kjaradeilu flugvirkja hjá Icelandair komu til fundar hjá ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en viðræður að undanförnu hafa engum árangri skilað. Flugáætlun þúsunda flugfarþega er í uppnámi náist samningar ekki.

Ótímabundið verkfall flugvirkja hefst eftir fimm daga náist ekki  samningar á milli Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands fyrir hönd flugvirkja hjá Icelandair. Verði af verkfalli mun það hafa áhrif á áætlanir þúsunda flugfarþega en samkvæmt upplýsingum eru allar vélar meira eða minna fullar enda stutt til jóla.

Viðræður milli deiluaðila hafa staðið frá því að samningar losnuðu í lok ágúst og í september var málinu vísað til Ríkissáttasemjara þar sem deiluaðilar hafa setið ellefu fundi til dagsins í dag en þeir hafa nær allir reynst árangurslausir.

Félagsfundur var haldinn hjá Flugvirkjafélagi Íslands í gærkvöldi þar sem farið var yfir stöðu viðræðnanna.

Deiluaðilar hittust á sínum tólfta fundi sínum hjá Ríkissáttasemjara á fjórða tímanum í dag þar sem viðræðum var haldið áfram. Þeim lauk nú undir kvöld án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf fjögur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×