Enski boltinn

Kroos segir Scholes betri en Lampard og Gerrard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Scholes fagnar marki í leik með Manchester United.
Paul Scholes fagnar marki í leik með Manchester United. vísir/getty

Toni Kroos, leikmaður Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid og þýska landsliðsins, segir að Paul Scholes hafi verið betri leikmaður en Frank Lampard og Steven Gerrard.

Kroos var spurður að því á Twitter hver þeirra þriggja væri bestur. Að mati Þjóðverjans er það Scholes sem lék allan sinn feril með Manchester United, félagi sem Kroos hefur oft verið orðaður við.Samanburðurinn á Scholes, Lampard og Gerrard hefur verið eitt vinsælasta umræðuefnið í enska boltanum í mörg ár og sitt sýnist hverjum.

Kroos og félagar hans í Real Madrid eru núna staddir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem þeir freista þess að verja heimsmeistaratitil félagsliða.

Real Madrid mætir Al-Jazira í undanúrslitum í Abú Dabí síðdegis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.