Enski boltinn

Pardew: Ég er sálfræðingurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alan Pardew hefur mikla trú á eigin hæfileikum.
Alan Pardew hefur mikla trú á eigin hæfileikum. vísir/getty

Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, ætlar ekki að ráða sálfræðing til að vinna bug á þeim sið liðsins að fá á sig mörk á lokamínútum leikja.

West Brom hefur ekki unnið í 14 leikjum í röð og er aðeins fyrir ofan fallsætin í ensku úrvalsdeildinni á markatölu.

Pardew segist ekki ætla að fá utanaðkomandi hjálp frá fagaðila. Hann ætli að sjá um sálfræðihliðina sjálfur.

„Ég er sálfræðingurinn. Ég er búinn að segja þeim það og er viss um að þeir náðu skilaboðunum,“ sagði Pardew sem segir að þrátt fyrir ófarir West Brom á lokamínútunum sé liðið í góðu formi.

„Við fáum mikið af tölfræðiupplýsingum og við erum í 7. sæti yfir þau lið sem hlaupa mest á síðustu 30 mínútum leikja. Það bendir til þess að þetta snúist ekki um form. Þetta snýst um einbeitingu og sjálfstraust.“

West Brom sækir Liverpool heim í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.