Leikjavísir

GameTíví fékk atvinnumann til að prófa Gran Turismo

Samúel Karl Ólason skrifar
Óli Jóels og Kristján Einar.
Óli Jóels og Kristján Einar.

Ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson kom í GameTíví á dögunum til að prófa nýja Gran Turismo Sport leikinn og þá sérstaklega sýndarveruleikahluta leiksins. Kristján hefur verið atvinnumaður í akstursíþróttum og er sérfræðingur í Formúlunni á Stöð 2 Sport. Hann og Óli Jóels kepptu sín á milli og komu úrslitin á óvart.

Kristján segir kappaksturssögu sína hafa hafist með Mario Kart í Super Nintendo þegar hann var gutti. Hann hefur spilað alla GT leikina og mikið.

Hægt er að sjá keppni Kristjáns og Óla hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.