Enski boltinn

Mourinho ósáttur við blaðamenn: Berið þið enga virðingu fyrir Bournemouth?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho á blaðamannafundinum í gær,
Jose Mourinho á blaðamannafundinum í gær, Vísir/Getty

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var ekki ánægður með þær spurningar sem hann fékk á blaðamannafundi sínum í gær, fyrir leik liðsins gegn Bournemouth í kvöld.

Aðalumræðuefnið á fundinum voru átökin sem brutust út eftir leik Manchester-liðanna á sunnudag en þar lentu starfsmenn, þjálfara og leikmenn liðanna saman.

Sjá einnig: Slegist í göngunum | Mourinho og Ederson rifust heiftarlega

Mourinho var sýnilega pirraður á fundinum en brot af honum má sjá hér fyrir neðan. Þegar hann gekk úr salnum hélt hann áfram að skamma blaðamenn fyrir spurningarnar sem hann fékk á fundinum.

„Þið eruð ekki hrifnir af Bournemouth? Berið þið ekki virðingu fyrir því?“ sagði Mourinho.

„Haldið þið að þeir geti komið til Old Trafford og staðið sig vel? Engin virðing fyrir Eddie Howe? Engin virðing fyrir leikmönnunum?“

Talið er að það hafi farið fyrir brjóstið á Mourinho hvernig leikmenn City fögnuðu eftir leikinn, með því að spila háværa tónlist í búningsklefa sínum með hurðina opna. Á Mourinho hafa látið orð falla við leikmenn City þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.