Lífið

Sumir slökkvi­liðs­menn undir­búa sig allt sumarið fyrir heitasta daga­tal ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Loftur og Ómar mættu í Brennsluna.
Loftur og Ómar mættu í Brennsluna.
Hið árlega dagatal slökkviliðsins er komið út og segja slökkviliðsmenn það sjaldan eða aldrei hafa verið glæsilegra. 

Þar sitja fyrir 12 slökkviliðsmenn fyrir hvern mánuð og mættu þeir Loftur Einarsson og Ómar Ágústsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í Brennsluna í morgun til að ræða málið.

„Maður er alltaf að æfa allt árið og er alltaf í hrikalegu formi. Svona viku fyrir myndatöku er maður kannski að passa sig og kannski sleppa vatni tveimur dögum fyrir,“ segir Ómar.

Loftur segir aftur á móti að sumir þeirra æfi allt sumarið fyrir myndatökuna sem fari oftast fram á haustin.

„Þetta fer oftast fram í október og menn hafa sumarið til að koma sér í stand,“ segir Loftur.

Dagatal slökkviðliðsins 2018 Heitasta dagatal Íslands er komið út! Tryggðu þér eintak - takmarkað upplag. Netverslun og upplýsingar um sölustaði á http://dagatal.shs.is

Posted by Dagatal Slökkviliðsins - Heimsleikafarar SHS on Friday, December 1, 2017





Fleiri fréttir

Sjá meira


×